Að vera vera

„Verurnar hafa fylgt mér frá því að ég skoðaði Museo della Statue Stele Lunigianesi í Pontremoli á Ítalíu vorið 1990. Frumstæðar höggmyndirnar höfðu mikil áhrif á mig og hafa fylgt mér æ síðan. Í verkum mínum skoða ég þenslu málverksins ásamt því að breyta lögun þess frá flatneskju yfir í þrívítt form. Ég velti fyrir mér hvað er innan og utan myndformsins og tengslum þess við umhverfið, en undanfarin ár hef ég í auknum mæli valið að sýna verk mín utandyra. Við pössum ekki alltaf inn í formin sem okkur eru úthlutuð. Í samfélögum manna hafa verið búin til sniðmát og kerfi sem þjóna ekki lengur tilgangi sínum og eru fyrst og fremst að viðhalda eigin tilvist. Þau eru hætt að þjóna bæði mennskunni og jörðinni. Sum okkar kjósa að vaxa eins og rætur í allar áttir á meðan aðrir kjósa beinar brautir. Geómetrísku verkin á sýningunni vísa til mennskunnar og hugleiðinga um skelina og efnið. Hvað er fyrir innan, hvað er fyrir utan og hvernig viljum við vaxa.“ 

Listasafnið á Akureyri 2023

Listasafnið á Akureyri 2023

Mynjasafnið á Akureyri 2025

Act Alone Suðureyri 2025

Listigarðurinn 2023